MÓAR studio er í Bolholti 4, 2.hæð og býður upp á opna tíma & fjöldan allan af námskeiðum & viðburðum.

Móar eru jógastúdíó sem leggur ríka áherslu á andlega iðkun, efla sjálfsvitundina, virðingu fyrir líkamanum, innri hlustun & samkennd. Tilgangur Móa er að skapa rými þar sem einstaklingar geta öðlast frið frá ytri kröfum samfélagsins og tengst sjálfum sér betur. Til þess er ótal aðferðum beitt sem endurspeglast í námskeiðavali, meðferðum og verslun Móa. Má þar m.a. nefna Jóga Nidra, Yoga Þerapíu, Dansflæði, Tónheilun, Möntrur & námskeið sem miða að því að dýpka kynnin við sjálfið. Lögð er áhersla á að rýmið sé öruggt og aðgengilegt fyrir fólk með ólíka líkama, af ólíkum bakgrunni og með ólíka kyntjáningu. Lyfta er í húsinu en unnið er að því að fá ramp inn í sjálft rýmið. Móar er mótvægi við hraðanum og aftengingunni. Allt sem leiðbeint er inn í heima í Móum er val og lögð er áhersla á að einstaklingar geti fundið sinn takt í rýminu svo framarlega sem það trufli ekki önnur. Móar leggja sig fram við að skapa öruggan jarðveg undir heilun og vöxt.

MÓAR studio er staður...

 • þar sem við kynnumst sjálfum okkur betur
 • þar sem við heiðrum huga, tilfinningar, líkama & anda
 • þar sem við leggjum okkur fram um að skapa öryggi
 • þar sem við myndum dýpri tengsl
 • þar sem við höfum gaman
 • þar sem við sýnum okkur skilning, umburðarlyndi & mætum okkur með forvitni.
 • þar sem við vöndum okkur í samskiptum
 • þar sem við skoðum mörkin okkar, virðum þau & virðum mörk annarra.
 • þar sem við fögnum hvoru öðru, þroskanum & vextinum
 • þar sem við skoðum hugsanamynstrin okkar
 • þar sem við fetum okkur í í átt að meira frelsi
 • þar sem við sköpum tónlist, hreyfingu & list úr því sem við höfum

  MÓAR STUDIO fordæmir allt ofbeldi & valdamisræmi. Við leggjum okkur fram um að mæta í mennskunni okkar & stuðla að jöfnuði.

100% hreint kakó & Móate

MÓAR studio notast við 100% hreint kakó í hluta af sinni kennslu en kakóið er sannkölluð ofurfæða, ríkasta planta veraldar af magnesium & andoxunarefnum. Það er ríkt af PEA sem er sama efni & við framleiðum þegar við verðum ástfangin. PEA skerpir líka einbeitingu & fókus. Að auki er súkkulaðið ríkt af anandamide sem er kallað the bliss chemical. Súkkulaðið veitir aukna vellíðan, lækkar streituhormónið kortisól og er ríkt af gleðiboðefninu serótónin. Súkkulaðið er náttúrulegur orkugjafi sem eykur blóðflæði líkamans. Það er ríkt af járni, C vítamíni, sinki, kopar, omega 6 fitusýrum svo eitthvað sé nefnt.

MÓAR bjóða einnig upp á sérstaka MÓA teblöndu hannaða af Ingeborg Andersen jurtalækni. Í henni eru rósir, helgibasilika, fennel, kamilla, morgunfrú, damiana & aniis en blandan skerpir einbeitingu, styrkir hjartað, róar taugakerfið, styrkir raddbönd & tjáningu, er hreinsandi & heilandi.

Stefnan okkar er að vinna meira með íslenskar jurtir og leggja áherslu á djúpa og nærandi helgisiði fyrir hverja stund.

 • SÚKKULAÐIÐ ER SANNKÖLLUÐ OFURFÆÐA, RÍKASTA PLANTA VERALDAR AF MAGNESÍUM & ANDOXUNAREFNUM.
 • RÍKT AF PEA SEM ER SAMA EFNI & VIÐ FRAMLEIÐUM ÞEGAR VIÐ VERÐUM ÁSTFANGIN. PEA SKERPIR LÍKA EINBEITINGU OG FÓKUS.
 • þar sem við erum örugg
 • þar sem við myndum dýpri tengsl
 • þar sem við höfum gaman
 • þar sem við færum sjálfum sér aukinn skilning & umburðarlyndi
 • þar sem við berum virðingu fyrir okkur sjálfum, hvoru öðru & öllu sem er
 • þar sem við heiðrum daginn í dag & þökkum fyrir okkur
 • þar sem við fögnum hvoru öðru, þroskanum & vextinum
 • þar sem við förum tvö skref áfram & eitt afturábak en berjum okkur ekki niður þegar við dettum í pitt gamalla hugsanamynstra
 • þar sem við fetum okkur í í átt að meira frelsi
 • þar sem við sköpum tónlist, hreyfingu & list úr því sem við höfum
A quote icon

Í öruggu rými þar sem hugsunin hægir á sér, tilfinningarnar mýkjast og líkaminn er leiddur inni í
hreyfingar, hrynjanda og skynjun sem vekur jafnt og svæfir, styrkir jafnt og heilar, víkkar jafnt og
hún dregur saman, kjarnar. Heilög stund með Láru. 

Sigrún Úa

A quote icon

Lárujóga er ómissandi þáttur í tilveru minni og heldur mér í tengslum við líkama minn.
Æfingarnar er góðar og hafa hjálpað mér að halda stirðleika og verkjum í skefjum.

Rósa

A quote icon

Tímarnir hjá Láru eru algjörir töfrar. Þeir gefa manni einstaka hvíld fyrir huga og líkama. Góðar
æfingar, lifandi hljóðfæraleikur, möntrusöngur og lifandi tónheilun sem Lára gerir á sinn einstaka
hátt og auðvitað best gerði cacao bolli sem ég fæ

Þormar

A quote icon

Lárujóga er fasturpartur af minni rútínu. Líkaminn teygist og það slaknar á allri spennu en vænst þykir mér þó um hvað hugurinn róast á meðan Lára leiðir okkur í gegnum mjúkar teygjur með dassi af húmor, yfir í hugleiðslu og slökun með nærgætni og umhyggju að leiðarljósi. Að lokum geng ég endurnærð á líkama og sál út í daginn.

Katrín

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTA

Success! You've added to our mailing list.
Oops! Something went wrong while submitting the form. Please try again.