AR

STUDIO

MÓAR studio er í Bolholti 4, 2.hæð & opnar 6.sept.
MÓAR studio býður upp á opna tíma & fjöldan allan af námskeiðum & viðburðum.

MÓAR studio elskar súkkulaði & býður upp á 100% hreint súkkulaði í öllum opnum tímum & í flestum viðburðum & námskeiðum. Súkkulaðið sem kemur frá fyrirtækinu Lavalove Cacao í Guatemala hefur þann eiginleika að skerpa einbeitingu og færa okkur dýpri hugleiðslu og slökun. Súkkulaðið er stútfullt af næringu fyrir líkama, huga og sál. Það er ríkt af andoxunarefnum og magnesíum.

MÓAR studio er staður...

 • þar sem við kynnumst sjálfum okkur betur
 • þar sem við heiðrum huga, tilfinningar, líkama & anda
 • þar sem við erum örugg
 • þar sem við myndum dýpri tengsl
 • þar sem við höfum gaman
 • þar sem við færum sjálfum sér aukinn skilning & umburðarlyndi
 • þar sem við berum virðingu fyrir okkur sjálfum, hvoru öðru & öllu sem er
 • þar sem við heiðrum daginn í dag & þökkum fyrir okkur
 • þar sem við fögnum hvoru öðru, þroskanum & vextinum
 • þar sem við förum tvö skref áfram & eitt afturábak en berjum okkur ekki niður þegar við dettum í pitt gamalla hugsanamynstra
 • þar sem við fetum okkur í í átt að meira frelsi
 • þar sem við sköpum tónlist, hreyfingu & list úr því sem við höfum

Kennari

Lára Rúnarsdóttir eigandi MÓA studio er tónlistarkona, frumkvöðull & meðferðaraðili í höfuðbeina & spjaldhryggsjöfnun. Lára er jógakennari, hljóðheilari & nemi í NA-Shamanisma. Hún er með meistaragráðu í Kynjafræðum & er einn stofnanda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Lára hefur gefið út 6 sólóplötur & fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag sitt Altari árið 2020. Lára er annar meðlimur hljómsveitarinnar SILVRA, ásamt Arnari Guðjónssyni, en tónlist SILVRU er spiluð í Retreat Spa Bláa Lónsins. Lára leggur áherslu á jóga, sjálfsvirðingu, sjálfsmildi, valdeflingu, söng, spuna & líkamsvirðingu í sinni kennslu. Í einkatímum sínum fléttar hún saman kakóathöfn, shamanisma & meðferð í höfuðbeina & spjaldhryggsjöfnun ásamt lifandi tónheilun. Einkatímar hjá Láru eru 75 mín og kosta 12.500kr. Tímapantanir fara fram í gegnum moar@moarstudio.is

A quote icon

Í öruggu rými þar sem hugsunin hægir á sér, tilfinningarnar mýkjast og líkaminn er leiddur inni í
hreyfingar, hrynjanda og skynjun sem vekur jafnt og svæfir, styrkir jafnt og heilar, víkkar jafnt og
hún dregur saman, kjarnar. Heilög stund með Láru. 

Sigrún Úa

A quote icon

Lárujóga er ómissandi þáttur í tilveru minni og heldur mér í tengslum við líkama minn.
Æfingarnar er góðar og hafa hjálpað mér að halda stirðleika og verkjum í skefjum.

Rósa

A quote icon

Tímarnir hjá Láru eru algjörir töfrar. Þeir gefa manni einstaka hvíld fyrir huga og líkama. Góðar
æfingar, lifandi hljóðfæraleikur, möntrusöngur og lifandi tónheilun sem Lára gerir á sinn einstaka
hátt og auðvitað best gerði cacao bolli sem ég fæ

Þormar

A quote icon

Lárujóga er fasturpartur af minni rútínu. Líkaminn teygist og það slaknar á allri spennu en vænst þykir mér þó um hvað hugurinn róast á meðan Lára leiðir okkur í gegnum mjúkar teygjur með dassi af húmor, yfir í hugleiðslu og slökun með nærgætni og umhyggju að leiðarljósi. Að lokum geng ég endurnærð á líkama og sál út í daginn.

Katrín

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTA

Success! You've added to our mailing list.
Oops! Something went wrong while submitting the form. Please try again.