Lára Rúnarsdóttir

eigandi MÓA studio er tónlistarkona, frumkvöðull & meðferðaraðili í höfuðbeina & spjaldhryggjarjöfnun. Lára er jógakennari, tónheilari & með menntun í NA-Shamanisma. Hún er með meistaragráðu í kynjafræðum & er einn stofnanda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Lára hefur gefið út 6 sólóplötur & fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag sitt Altari árið 2020. Lára er annar meðlimur hljómsveitarinnar SILVRA, ásamt Arnari Guðjónssyni, en tónlist SILVRU er spiluð í Retreat Spa Bláa Lónsins. Lára leggur áherslu á jóga, sjálfsvirðingu, sjálfsmildi, valdeflingu, söng, spuna & líkamsvirðingu í sinni kennslu.

Arnar Gíslason

er annar eigandi MÓA studio, tónlistarmaður & framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins. Hann er einn eftirsóttasti trommuleikari landsins og spilar m.a. með Mugison, Jónasi Sig, Dr.Spock & Ensími svo eitthvað sé nefnt. Arnar spilar á slagverk á námskeiðinu Möntrumáttur & á viðburðunum Heartsong Sessions.

Inga Birna

útskrifaðst sem Yogakennari hjá Ástu Arnarsdóttir 2021 & og lauk námi í NA- Shamanisma hjá Robbie Warren sama ár. Einnig er hún menntuð ÍAK Einka-& Styrktarþjálfari, er sjálf íþróttakona og var fyrst íslenskra kvenna til að hljóta svarta beltið í Brazilísku jiu jitsu (BJJ). Hún hefur alla tíð lagt mikla áherslu á líkamlega & andlega rækt ásamt því að hafa starfað sem þjálfari síðastliðinn áratug.

María Carrasco

er dansari & sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í heildrænni kvenheilsu, andlegri & líkamlegri, tengt meðgöngu, fæðingu & tíðarhringrásinni. María er Yoga Nidra kennari & meðferðaraðili í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð. Í sinni kennslu leggur María áherslu á að dýpka tengingu við líkama og sál í gegnum sjálfsást og valdeflingu og leiðir athafnir með dansi, líkömnun (e. embodyment), tónlist, hugleiðslum, djúpslökun og samhljómi.

Vigdís Diljá

er með menntun í jóga fræðum, höfuðbeina -og spjaldhryggjarmeðferð og sjónlist. Hún leggur áherslu í sinni kennslu á að dýpka tengingu við líkamann, sköpunarkraftinn og innri visku. Hún vinnur með tónlist, opnun raddarinar, dans, hugleiðslu og djúpslökun.

Kristín Þórsdóttir

Kristín Þórsdóttir og er stofnandi og eigandi Eldmóðurs fræðsluseturs ehf. Hún starfar þar sem vottaður markþjálfi og kynlífsmarkþjálfi. Kristín hefur haldið marga fyrirlestra og námskeið og er hennar helsti ástríða hvernig við getum tengst okkur sjálfum og líkama okkar á dýpri hátt. Einnig er hún með menntun í NA-shamanisma.

Saraswati OM

Saraswati lærði Dharma jóga undir handleiðslu Sri Dharma Mittra sem hefur haft áhrif á þúsundir manna um heim allan. Hún hefur notið leiðsagnar hjá færustu tónheilurum heims t.a.m. Jonathan Goldman, Simrit, Bhagavan Das & Gong meistaranum Don Conreaux. Saraswati er eigandi að Dharma Yoga Syracuse í New York. Í tónheilun sinni styðst hún m.a. við kristalskálar, Gong, Koparhörpur & Chimes.

Ástrós Erla

Ástrós Erla sameinar fræði jóga, félagsráðgjafar og heilunar í starfsemi sinni Lifeofaspirit. Hún leggur áherslu á að kenna einstaklingum og hópum ýmsar leiðir til að kynnast og bæta samband sitt við huga, líkama og sál. Með það að markmiði að hver einstaklingur öðlist hugarró, tengist líkama sínum og sál og komist nær því að upplifa vellíðan í öllum þáttum lífs síns.Í tímunum mun hún blanda saman jógafræðum um hugleiðslu, hreyfingu, öndun og slökun með sérstaka áherslu á að einstaklingar fái tækifæri að tengjast huga, líkama og sál.

Arna Rín

er menntaður heilsumarkþjálfi, pílates kennari, reiki heilari, jógakennari, hugleiðslu-, og nidra kennari fyrir fullorðna og börn. Arna hefur gríðarlega ástríðu fyrir öllu sem viðkemur fæðingum og móðurhlutverkinu og hefur til margra ára starfað sem meðgöngujógakennari.

Kristjana

er Reiki meistari, gongspilari, Kundalini heilari, nemi í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð og með menntun í NA Shamanisma.

Aldís Sigríður

Aldís er nálastungufræðingur (BSc), Qigong kennari og yoga kennari. Eftir að hafa unnið sem nálastungufræðingur í Bretlandi og á Íslandi og séð skýrt hvað stress og kulnun jókst á þeim árum sem hún hefur verið við vinnu tók við hjá henni að öðlast kennsluréttindi í qigong og yoga. Með bakgrunn í dansi og danskennslu þá kom þetta sem eðlisleg viðbót í leið hennar að sjálfsheilun og miðlun til annara til sjálfstengingar.

Einnig hefur hún bætt við sig kennsluréttindum í gongspilun, tónskálum og meðgönguyoga og doula námi á síðustu árum.

Brynja Gunnarsdóttir

er Kundalini jógakennari, Yin Yogakennari, Yoga Nidra kennari & hefur um langt skeið kennt meðgöngujóga.

Alana

Alana offers Energy Treatment (Prana Sampradyam) & Ayurvedic Psychology Sessions at Moar. She has over 20 years’ experience in Yoga, Ayurveda and mindfulness-based therapies, including several years living and practicing Kalarippayat (Kalari) yoga and Ayurveda in India.

A quote icon

Í öruggu rými þar sem hugsunin hægir á sér, tilfinningarnar mýkjast og líkaminn er leiddur inni í
hreyfingar, hrynjanda og skynjun sem vekur jafnt og svæfir, styrkir jafnt og heilar, víkkar jafnt og
hún dregur saman, kjarnar. Heilög stund með Láru. 

Sigrún Úa

A quote icon

Lárujóga er ómissandi þáttur í tilveru minni og heldur mér í tengslum við líkama minn.
Æfingarnar er góðar og hafa hjálpað mér að halda stirðleika og verkjum í skefjum.

Rósa

A quote icon

Tímarnir hjá Láru eru algjörir töfrar. Þeir gefa manni einstaka hvíld fyrir huga og líkama. Góðar
æfingar, lifandi hljóðfæraleikur, möntrusöngur og lifandi tónheilun sem Lára gerir á sinn einstaka
hátt og auðvitað best gerði cacao bolli sem ég fæ

Þormar

A quote icon

Lárujóga er fasturpartur af minni rútínu. Líkaminn teygist og það slaknar á allri spennu en vænst þykir mér þó um hvað hugurinn róast á meðan Lára leiðir okkur í gegnum mjúkar teygjur með dassi af húmor, yfir í hugleiðslu og slökun með nærgætni og umhyggju að leiðarljósi. Að lokum geng ég endurnærð á líkama og sál út í daginn.

Katrín

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTA

Success! You've added to our mailing list.
Oops! Something went wrong while submitting the form. Please try again.