Lára Rúnarsdóttir

Lára Rúnarsdóttir er eigandi MÓA studio en draumur hennar er að skapa rými þar sem fólk finnur sig öruggt til bráðna, gefa eftir og mæta sér með mildi. Rými þar sem allar tilfinningar eru leyfðar. Hún nálgast alla kennslu á skapandi máta, fléttar því sem hún hefur lært og iðkað saman í innsæisspuna. Lára er tónlistarkona (Burtfararpróf í klassískum söng, píanó- & gítarnám), meðferðaraðili í höfuðbeina & spjaldhryggjarjöfnun (Upledger á Íslandi). Lára er jógakennari (260 tíma frá Kundalini Research Institute) (150 tímar frá Yoga Light Warriors) & er í 500 tíma námi frá Yoga Reniew í New York. Hún er einnig með kennararéttindi í Yoga Nidra frá Amrit Institute. Hún er tónheilari, gong & tónskálar (Om Sound Medicine). Lára er líka með menntun í NA-Shamanisma (Otter Dance School of Earth Medicine) og með meistaragráðu í kynjafræðum frá Háskóla Íslands & B.ed. gráðu í kennslufræðum. Lára hefur gefið út sjö sólóplötur & er tónlist stór partur í hennar kennslu.

Photo of a Moar Instructor
Photo of a Moar Instructor

María Carrasco

María er sjúkraþjálfari, dansari, jóga nidra kennari (Yoga Nidra Network) & doula (Mama Bamba doula & soula), hún er með menntun í höfuðbeina - og spjaldhryggjarmeðferð (Upledger) & tónheilun (Acutonics). Hún hefur mikla ástríðu fyrir því að halda viðburði & serimóníur fyrir fólk að dýpka tengslin við sjálft sig, hvort annað & náttúruna. Þar leggur hún áherslu á að leiða fólk inn á við og efla tenginguna við líkama, hjarta & sál með hugleiðslu, djúpslökun & hreyfingu. María hefur leitt konuhringi, dansviðburði og serimóníur frá 2018 og starfað í Móum stúdíó frá 2021. Hún heldur utan um & býður upp á viðburðaröðina Konur í Náttúrunni í samvinnu við Móa.

Aldís Sigríður

Aldís er nálastungufræðingur (BSc), qigong- og jógakennari með margra ára reynslu á sviði kínverskrar læknisfræði. Hún hefur lokið ýmsu qigong- og jóganámi undir leiðsögn kennara víðs vegar að úr heiminum og bætt við sig fjölbreyttum sérnámskeiðum. Auk þess hefur hún menntað sig í gongspilun og tónskálum, yin jóga, meðgöngujóga og doula námi ásamt því að vera með bakgrunn í dansi. Hún nýtir þessa víðtæku reynslu til að nálgast kennslu og meðferðir á heildrænan, skapandi og nærandi máta. Í tímum sínum leggur Aldís áherslu á sjálfstengingu og mildi í eigin garð. Hún skapar rými þar sem hreyfing, slökun og innri ró fléttast saman og þátttakendur fá tækifæri til að hlusta á líkama sinn, næra hugann og finna jafnvægi í daglegu lífi.

Photo of a Moar Instructor
Photo of a Moar Instructor

Kristín Þórsdóttir

Kristín Þórsdóttir og er stofnandi og eigandi Eldmóðurs ehf. Hún starfar þar sem vottaður markþjálfi og kynlífs-markþjálfi. Einnig er hún Advanced höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili (Upledger á Íslandi). Kristín er með menntun í NA-shamanisma frá skóla Robbie Warren (Otter Dance school of earth medicine) ásamt því að vera tónheilari, en hún lærði á Gong og kristalskálar hjá Saraswati Om (Gong & Sound healing)

Kristín hefur haldið marga fyrirlestra og námskeið og er hennar helsti ástríða hvernig við getum tengst okkur sjálfum og líkama okkar á dýpri hátt.

Kristjana Jokumsen

Kristjana er með B.A. í uppeldis- og menntunarfræði með sálfræði semaukagrein og M.A. í fötlunarfræði frá Hí. Hún hefur einnig lokið námií stjórnendamarkþjálfun frá HR.

Hún er Reiki Meistari og hefur unnið með reiki og kundalini orku í 20ár. Hún er höfuðbeina- og spjaldhryggjameðferðaraðili, með menntun í NA Shamanisma og er Yin yoga og Yoga Nidra kennari.
Auk þess að vinna sem kennari í Móum er hún einnig eigandi Hugur í Hjarta www.hugurihjarta.is og vinnur sem meðferðaraðili hjá snyrtistofunni Fegurð í Hafnarfirði. Hægt er að panta tíma hjá henni hér: https://noona.is/fegurd

Photo of a Moar Instructor
Photo of a Moar Instructor

Áróra Helgadóttir

Áróra er yogakennari og lærði hérlendis hjá Ástu Arnardóttur og erlendis hjá Julie Martin, Emil Wendel, Russill Paul og Matsyendra. Hún tvinnar við kennslu sína bakgrunn í heilbrigðisverkfræði, núvitund og Lucid Body.Einnig leiðir hún Shamanic Breathwork; iðkun til sjálfsþekkingar, úvinnslu og tengingingar við innsæið. Þá aðferð lærði hún hjá Lindu Star Wolf og Levi Banner. Áróra starfar í barnaskóla og elskar útikennslu og að styðja við nemendur með sérþarfir.

Unnur Elísabet Gunnarsdóttir

Unnur Elísabet hefur kennt jóga frá árinu 2009, þegar hún lauk námi sem Hatha- og Kundalini-jógakennari. Hún leggur áherslu á að skapa öruggt og lifandi rými þar sem nemendur geta bæði slakað á og kveikt á innri kraftinum. Í kennslu sinni nýtir hún fjölbreyttar aðferðir – allt frá öndun, hreyfingu og dansi til hugleiðslu og mantra – með það að markmiði að efla tengingu, jafnvægi og gleði í daglegu lífi. Samhliða starfi sínu sem jógakennari hefur Unnur starfað sem leikstjóri, danshöfundur, sviðshöfundur og leikkona í fjölmörgum verkefnum. Hún hefur unnið með Íslenska dansflokknum, Leikfélagi Reykjavíkur, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar, RÚV, Stöð 2 og sjálfstætt síðan hún útskrifaðist úr Konunglega sænska ballettskólanum árið 2003. Hún elskar að tvinna saman reynslu sína úr sviðslistum og jóga, þar sem líkamsvitund, sköpunarkraftur og nærandi nærvera mætast – þættir sem hún brennur fyrir að miðla áfram.

Photo of a Moar Instructor
Photo of a Moar Instructor

Hrefna Lind Lárusdóttir

Hrefna er sviðslistakona sem starfar á mörkum listforma, sviðslistar, myndlistar, tónlistar og hönnunar. Hún er stundakennari við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands þar sem hún aðstoðar fólk að beisla sinn sköpunarkraft, tengjast ímyndunaraflinu og koma því í listrænan farveg.
Hún er meðlimur í hljómsveitinni The Post Performance Blues Band sem einnig er feminisk rannsókn á því hvernig hægt sé að taka pláss í senu þar sem leikreglur eru ókunnugar. Hrefna er ein af stofnendum og þjónustufulltrúi Mannyrkjustöðvar Reykjavíkur sem er mannræktaraðstaða þar sem fólk getur tengst sinni innri plöntu og stofnandi verkefnisins Múrar brotnir, listavinnusmiðju í fangelsum landsins. Hrefna er með menntun í bókmenntafræði, leiklistakennslu, nútímasviðslistum auk þess að hafa jógakennararéttindi frá Indlandi & Jóga Nidra og Jóga þerapíu kennararéttindi frá Kamini Desai.

Estrid Þorvaldsdóttir

Estrid Þorvaldsdóttir er kundalini yoga kennari (1800 tíma í Level 1 og 2 hjá Kundalini Research Institute) (200 tímar hjá Vikasa Viniasa).  Estrid er talnaspekingur frá Karam Kriya school, með level 1 í Jóga Nidra hjá Jógasetrinu auk Child Play barnajóga. Hún er BA gráðu í ítölsku og listfræði og meistaragráðu í Hagnýtri menningarmiðlun.

Estrid lærði í Búdapest jóga kennslu fyrir fólk með fíkn og flutti námið til Íslands og setti það nám upp ásamt öðrum jóga kennurum. Hún hefur haldið úti heilsu og menningarferðum á Ítalíu í samstarfi við ferðaskrifstofur hér á landi.

Miðlun upplýsinga og þekkingu eru hennar aðal ær og kýr og undanfarið hefur hún unnið á leikskólum þar sem börn hafa fengið að kynnast jóga í gegnum leik.

Photo of a Moar Instructor
Photo of a Moar Instructor

Saraswati OM

Saraswati Om er hljóðheilari, jógakennari og ayurveda meðferðaraðili. Hún hefur kennt jóga og hugleiðslu í yfir 20 ár. Hún er ævilangur nemi í jóga, hljóðheilun og Ayurveda, og vinnur með kristalsskálar og gong til umbreytingar og lækningar. Hún býr nú á Íslandi og starfar bæði hér og á alþjóðavísu.

Hún heldur námskeið, helgarretreat, hljóðheilunarþjálfanir og athafnir bæði á netinu og víða um heim.Saraswati er Senior Dharma Yoga kennari með yfir 1.000 klst. nám í Vedic fræðum (Jóga, Ayurveda og Nada Yoga) undir handleiðslu Sri Dharma Mittra.

Í kennslu sinni sameinar hún forna visku og hlustun á eigið innsæi, byggða á einlægri löngun til að þjónusta samfélagið.

Guðrún Theodóra

Guðrún Theodóra útskrifaðist sem kundalini jógakennari árið 2011. Hún lærði meðgöngujóga hjá Carolyn Cowan og Satya Kaur og öðlaðist réttindi sem meðgöngujógakennari árið 2014. Guðrún er einnig með leiðbeinandaréttindi í Jóga Nidra frá Amrit Yoga Institute 2022. Ástríða hennar fyrir jógafræðunum endurspeglast í því að hún er sífellt að dýpka þekkingu sína. Hún hefur sótt fjölbreytt námskeið á sviði jóga, hugleiðslu og heilunar, m.a Beyond Addiction, Gong spilun, Sat Nam Rasayan heilunartækni, Innhverfa íhugun, krakkajóga og þrjú framhaldsnámskeið í kundalini jóga. Auk kennslu starfar hún sem ayurvedískur ráðgjafi samhliða framhaldsnámi í ayurvedískum fræðum hjá Ayurveda Institute UK, ásamt námi í jógaþerapíu hjá Kamini Desai. Guðrún leggur hjarta sitt í að skapa rými þar sem iðkendur geta tengst sjálfum sér á dýpri hátt og hlustað þannig betur á líkama sinn, innsæi og eigin visku til að öðlast jafnvægi og vellíðan.

Photo of a Moar Instructor
Photo of a Moar Instructor

Benedikt Freyr Jónsson

Benedikt Freyr er fjölhæfur listamaður og frumkvöðull sem sameinar tónlist og skapandi verkefni í daglegu starfi sínu. Hann hefur áratuga reynslu sem tónlistarmaður, DJ og framleiðandi þar sem hann hefur unnið að fjölbreyttum tónlistarverkefnum, bæði á Íslandi og erlendis. Sem jógakennari hefur Benedikt lagt áherslu á Kundalini-jóga, Yoga Nidra og gong-slökun, þar sem hann nýtir hljóð, orkuvinnu og djúpa slökun til að leiða nemendur inn í aukna meðvitund, jafnvægi og vellíðan. Undir handleiðslu hans hafa margir kynnst umbreytandi áhrifum jóga og hljóðheilunar. Benedikt rekur einnig Lifandi Verkefni / Liveproject, þar sem hann sameinar sköpunarkraft sinn í tónlist, ráðgjöf og framkvæmd menningar og viðburðaverkefna. Þar vinnur hann bæði að eigin listsköpun og í samstarfi við aðra, með það markmið að skapa upplifanir sem tengja fólk saman í gegnum tónlist, menningu og innblástur. Með einstaka blöndu af tónlist, jógafræðum og frumkvöðlastarfi heldur Benedikt áfram að brúa bilið milli hins andlega og hins skapandi þar sem hvert verkefni verður lifandi ferðalag.

Heiðrún María

Heiðrún María hefur starfað sem jógakennari, heilari og rýmis haldari síðan 2019. Hún leiðir reglulega viðburði, cacao seremóníur, námskeið og náttúru retreat allt með þann einlæga ásetning að bjóða uppá örugg, falleg og heilandi rými að opna hjartað og endurvekja sanna sjálfið. Hún hefur ferðast víða um heiminn til að læra með kennurum og meisturum um jóga (400 klst. YTT vinyasa og yin yoga), qi gong (Nicolai Engelbracht), orku heilun (Empath Training, Emotion Code, Body Code), heilög plöntu meðal (Keith Wilson, Júlía Óttars), tónheilun og öndun (Metatronic Breathwork). Þú getur kynnst Heiðrúnu betur og hvað hún býður uppá inná www.heidrunmaria.com

Photo of a Moar Instructor
Photo of a Moar Instructor

Urður Hákonardóttir

Urður Hákonardóttir  er tónlistarkona og jógi. Hún er með kennsluréttindi í Jóga-flæði, Yin yoga og I AM® jóga Nidra. Urður hefur brennandi áhuga á taugakerfinu og heildrænni nálgun þegar kemur líkamlegri og andlegri heilsu.  það er leiðarljósið sem hún styðst við í sinni jógakennslu, þar sem ásetningurinn er að leiða fólk í innri tengingu og ró í lífsins amstri.

Lea Karítas

Lea Karitas er menntuð sem heilsumarkþjálfi, jógakennari, heilari og í söng frá söngskóla Reykjavíkur. Hún hefur gríðarlega ástríðu fyrir öllu sem viðkemur andlegri heilsu, líkamlegri heilsu og listrænni tjáningu og hefur til margra ára starfað á þessum sviðum. Lea leggur mikla áherslu á að hver og einn finni tengingu við sitt eigið hjarta, líkama og sál.

Photo of a Moar Instructor
Photo of a Moar Instructor

Ása Guðlaug Lúðvíksdóttir

Ása lauk jógakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur (200 RYT) en þar er kafað á dýpið í jógafræðunum og hvernig þau geta orðið hluti af daglegu lífi. Hún hefur einnig ástundað Vipassana hugleiðslu og setið kyrrðarvökur bæði hérlendis og á Indlandi. Hún brennur fyrir því að virkja mátt jóga til að tengjast líkamanum í aukinni núvitund, kyrra hugann, draga úr streitu og leiða okkur heim að hjarta. Jóga iðkun sem nær langt út fyrir dýnuna og gerir okkur betur í stakk búin til að takast á við hversdaginn. Jarðtenging, öndun, flæði, liðleiki og styrkur. Markmið Ásu er að skapa öruggt rými þar sem iðkendur fá að kanna möguleika líkamans og finna jafnvægi milli hreyfingar og kyrrðar með meðvitaðri öndun að leiðarljósi."

Arna Rín

Arna er menntuð heilsumarkþjálfi, jógakennari, pilateskennari, leiðbeinandi í hugleiðslu og jóga nidra, auk þess sem hún leiðbeinir í bandvefslosun með nuddboltum. Hún hefur einnig lokið 2. stigi í reiki-heilun. Arna hefur yfir áratugarreynslu í kennslu og heilsumiðaðri vinnu með fólki.

Nálgun hennar í tímum byggir á þremur megin atriðum:
• Að finna vellíðan og ánægju í líkamanum í gegnum hreyfingu
• Að umbreyta takmarkandi hugsanamynstrum með djúpslökun og leiðslum
• Að efla þakklætið og sköpunarrásina

Photo of a Moar Instructor
Photo of a Moar Instructor

Brynja Gunnarsdóttir

er Kundalini jógakennari, Yin Yogakennari, Yoga Nidra kennari & hefur um langt skeið kennt meðgöngujóga.

A quote icon

Í öruggu rými þar sem hugsunin hægir á sér, tilfinningarnar mýkjast og líkaminn er leiddur inni í
hreyfingar, hrynjanda og skynjun sem vekur jafnt og svæfir, styrkir jafnt og heilar, víkkar jafnt og
hún dregur saman, kjarnar. Heilög stund með Láru. 

Sigrún Úa

A quote icon

Lárujóga er ómissandi þáttur í tilveru minni og heldur mér í tengslum við líkama minn.
Æfingarnar er góðar og hafa hjálpað mér að halda stirðleika og verkjum í skefjum.

Rósa

A quote icon

Tímarnir hjá Láru eru algjörir töfrar. Þeir gefa manni einstaka hvíld fyrir huga og líkama. Góðar
æfingar, lifandi hljóðfæraleikur, möntrusöngur og lifandi tónheilun sem Lára gerir á sinn einstaka
hátt og auðvitað best gerði cacao bolli sem ég fæ

Þormar

A quote icon

Lárujóga er fasturpartur af minni rútínu. Líkaminn teygist og það slaknar á allri spennu en vænst þykir mér þó um hvað hugurinn róast á meðan Lára leiðir okkur í gegnum mjúkar teygjur með dassi af húmor, yfir í hugleiðslu og slökun með nærgætni og umhyggju að leiðarljósi. Að lokum geng ég endurnærð á líkama og sál út í daginn.

Katrín

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTA

Success! You've added to our mailing list.
Oops! Something went wrong while submitting the form. Please try again.