AR

STUDIO
SAMVERA // OPNIR TÍMAR

MÓAR studio Bolholti 4, 2.hæð


12.00 - 13.00 Samvera með áherslu á hlustun (Lára). Hefjum vikuna á að staldra við & finna hvar við erum stödd. Tengjum við einfaldleikann, þögnina, andardráttinn & okkar eigin rödd. Hlustum á hjartað slá, sjáum það sem við þurfum að sjá, fáum tækfæri til að finna, nærast, muna, heyra & ljá hjartanu þá næringu & hlustun sem það á skilið. Við hefjum tímann á kakó eða móatei sem inngang að dýpri hlustun & næringu. Tíminn endar á djúpslökun með lifandi tónheilun.

17.00 - 18.00 Samvera með áherslu á slökun/nidra (María). Jóga Nidra er leidd djúpslökun sem hjálpar líkamanum og huganum að ná ró og kyrrð sem og að vinda ofan af streitu. Talað er um jóga nidra sem jógískan svefn eða ástand þar sem meðvitundin er vakandi á sama tíma og líkaminn og hugurinn fær hvíld. Mjög aðgengileg og áhrifrík iðkun sem hentar öllum. Jóga Nidra fer fram í liggjandi stöðu. Við hefjum tímann á 100% hreinu kakó eða móate sem inngang að dýpri hlustun & næringu.

ÞRIÐJUDAGUR:
8.30 - 9.30 Samvera með áherslu á líkamann (Lárujóga). Við eigum það til í hraða samfélagsins að hreyfa okkur af mikilli ákefð. Stundum þannig að við hunsum merki líkamans & förum yfir mörk hans. Í samveru með áherslu á líkamann æfum við okkur að hlusta á, virða & elska líkamann eins og hann er. Þannig þjálfum við betri tengsl við hann í allri iðju & iðkun sem við tökum okkur fyrir hendur. Við styðjumst við hugleiðslu, öndunaræfingar, mjúka hreyfingu, úthaldsæfingar, slökun & möntrusöng. Við hefjum tímann á 100% hreinu kakó eða móate sem inngang að dýpri hlustun & næringu.  

MIÐVIKUDAGUR
12.00 - 13.00 Samvera með áherslu á söng (Lára) ‘’Söngur ómar & vonarneistinn rís, kossinn þinn er fagur elsku hljóma mín’’ Áhrif söngs er mikil á líkamann, taugakerfið, huga & anda. Mantra þýðir frelsi hugans & er ótrúlega öflug leið til þess að komast í hugleiðsluástand & ferðast handan takmarkana hugans, út úr áhyggjum & ótta & inn í æðruleysi & frelsi. Kyrjaðar verða frumsamdar möntrur ásamt möntrum frá öllum heimshornum. Við fáum tækifæri til að skoða okkar eigin hugsanamynstur sem og ferðumst út úr þeim í átt að meira frelsi. Við styðjumst einnig við spuna & aðrar raddæfingar. Tíminn hefst á kakó eða móa tei & endar á djúpslökun.

17.00 -18.00 Samvera með áherslu á hljóð/gong (Saraswati om). Tónheilun er ótrúlega áhrifarík leið til þess að slaka á og losa um uppsafnaða spennu. Líkaminn okkar er 70% vatn og tónarnir hreyfa við vatni líkamans. Við ferðumst inn að skinni, inn að beini & hreyfum við því sem liggur í dvala & leyni. Tónheilun er byggð á þeirri hugmyndafræði að allt í heiminum sé búið til úr víbringi og að með tónheilun hreyfum við tíðni frumanna í líkamanum. Gongslökun er mjög áhrifarík leið til þess að losa um staðnaða orku & streitu sem styrkir taugakerfið & hreinsar undirmeðvitundina. Saraswati er einn færasti tónheilarinn í heiminum í dag. Einstök upplifun sem lifir & nærir. Stundin hefst á kakó eða móatei.  

FIMMTUDAGUR 
8.30 - 9.30 Samvera með áherslu á líkamann (Lárujóga). Við eigum það til í hraða samfélagsins að hreyfa okkur af mikilli ákefð. Stundum þannig að við hunsum merki líkamans & förum yfir mörk hans. Í samveru með áherslu á líkamann æfum við okkur að hlusta á, virða & elska líkamann eins og hann er. Þannig þjálfum við betri tengsl við hann í allri iðju & iðkun sem við tökum okkur fyrir hendur. Við styðjumst við hugleiðslu, öndunaræfingar, mjúka hreyfingu, úthaldsæfingar, slökun & möntrusöng. Við hefjum tímann á 100% hreinu kakó eða móate sem inngang að dýpri hlustun & næringu.  


FÖSTUDAGUR
12.00 - 13.00 Samvera með áherslu á fögnuð (Lára). Hér heiðrum við áttirnar & vættirnar í ósk um vernd, frið & öryggi. Við tengjumst fögnuðinum, hver og einn á sinn hátt, óháð því hvar við erum stödd í lífinu. Alltaf er hægt að finna neista fögnuðar sem við sameinumst um fyrir dýpri tengsl & sterkari samhljóm. Tónlistin, kyrrðin & slökunin er aldrei langt undan. VIð hefjum stundina á kakóbolla eða móatei.  

LAUGARDAGUR
11.00 - 12.00 Samvera með áherslu á kyrrð (Lára). Hugleiðsla, mjúk hreyfing, djúpslökun, tónheilun & tenging. Ferðumst með andardrættinum inn í kyrrðina. Stundin hefst á kakóbolla eða móatei.


VIÐ BJÓÐUM LÍKA UPP Á POP UP TÍMA Í NÁTTÚRUNNI Í SUMAR & ÞAÐ ER HÆGT AÐ FYLGJAST MEÐ ÞVÍ HÉR:
(2) POP UP TÍMAR MÓA | Facebook

Bóka í tíma
A quote icon

Í öruggu rými þar sem hugsunin hægir á sér, tilfinningarnar mýkjast og líkaminn er leiddur inni í
hreyfingar, hrynjanda og skynjun sem vekur jafnt og svæfir, styrkir jafnt og heilar, víkkar jafnt og
hún dregur saman, kjarnar. Heilög stund með Láru. 

Sigrún Úa

A quote icon

Lárujóga er ómissandi þáttur í tilveru minni og heldur mér í tengslum við líkama minn.
Æfingarnar er góðar og hafa hjálpað mér að halda stirðleika og verkjum í skefjum.

Rósa

A quote icon

Tímarnir hjá Láru eru algjörir töfrar. Þeir gefa manni einstaka hvíld fyrir huga og líkama. Góðar
æfingar, lifandi hljóðfæraleikur, möntrusöngur og lifandi tónheilun sem Lára gerir á sinn einstaka
hátt og auðvitað best gerði cacao bolli sem ég fæ

Þormar

A quote icon

Lárujóga er fasturpartur af minni rútínu. Líkaminn teygist og það slaknar á allri spennu en vænst þykir mér þó um hvað hugurinn róast á meðan Lára leiðir okkur í gegnum mjúkar teygjur með dassi af húmor, yfir í hugleiðslu og slökun með nærgætni og umhyggju að leiðarljósi. Að lokum geng ég endurnærð á líkama og sál út í daginn.

Katrín

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTA

Success! You've added to our mailing list.
Oops! Something went wrong while submitting the form. Please try again.