AR

STUDIO

Stundaskrá

MÓAR studio er í Bolhotli 4, 2.hæð. Bóka í tíma

Allar upplýsingar um námskeið og viðburði má finna hér.

Boðið er upp á 100% súkkulaði í öllum opnum tímum. Sjá nánar um súkkulaðið hér.

Opnir tímar eru fyrir alla, jafnt byrjendur sem lengra komna í jóga & hugleiðslu.

Verðskrá

Fyrir allar frekari fyrirspurnir hafið samband við moar@moarstudio.is

OPNIR TÍMAR

MÓAR studio Bolholti 4, 2.hæð

Mánudagar
12.00 – 13.00 // Tónheilun með Láru. Tíminn hefst á 100% hreinu súkkulaði. Tónheilun er ótrúlega áhrifarík leið til þess að slaka á & losa um uppsafnaða spennu. Líkaminn okkar er 70% vatn & tónarnir hreyfa við vatni líkamans. Tónheilun er byggð á þeirri hugmyndafræði að allt í heiminum sé búið til úr víbringi & að með tónheilun hreyfum við tíðni frumanna í líkamanum. Tónlist er svo dásamleg heilun & við þekkjum það flest hvernig tónlist getur haft áhrif á líðan okkar & skap. Lára notast við kristalskálar, trommur, söng & önnur hljóðfæri í sinni tónheilun.

17.00 – 18.00 // Jóga Nidra með Maríu Carrasco. Tíminn hefst á 100% hreinu súkkulaði. Jóga Nidra er leidd djúpslökun sem hjálpar líkamanum & huganum að ná ró & kyrrð & vinda ofan af streitu. Talað er um jóga nidra sem jógískan svefn eða ástand þar sem meðvitundin er vakandi á sama tíma & líkaminn & hugurinn fær hvíld. Mjög aðgengileg & áhrifrík iðkun sem hentar öllum. Jóga Nidra fer fram í liggjandi stöðu.

Þriðjudagar
8.30 – 9.30  // Lárujóga með Láru. Nærandi morguniðkun þar sem stuðst er við hugleiðslu, mjúka hreyfingu, úthaldsæfingar & möntrusöng. Byrjum stundina á að skála í 100% hreinu súkkulaði frá Guatemala áður en við köfum inn á við í hlustun á huga, tilfinningar, líkama & anda & endum í djúpslökun með lifandi tónheilun.

12.00 - 13.00 // Skynvitund með Kristínu. Skynfæraveisla þar sem farið er inn í hugleiðslu & núvitund í gegnum skynfærin. Hvert skynfæri er virkt & heiðrað með natni. Stundin hefst á súkkulaði- eða te & endar á djúpslökun.

17.00 – 18.00 // Gongslökun með Saraswati. Gongslökun er mjög áhrifarík leið til þess að losa um staðnaða orku & streitu. Talað er um að hljóðfærið stilli strengi líkamans & hreyfi við tíðni frumanna. Þegar spilað er á gong í virðingu & natni veiti það þeim sem það þiggja aðgang að djúpri heilun & endurnæringu. Gongslökun styrkir taugakerfið & hreinsar undirmeðvitundina. Tíminn hefst á 100% hreinu súkkulaði.

Miðvikudagar
12.00 – 13.00 // Möntrur með Láru. Mantra þýðir frelsi hugans & er ótrúlega öflug leið til þess að komast í hugleiðsluástand & ferðast handan takmarkana hugans, út úr áhyggjum & ótta & inn í æðruleysi & frelsi. Kyrjaðar verða frumsamdar möntrur ásamt möntrum frá öllum heimshornum. Tíminn hefst á 100% hreinu súkkulaði & endar á djúpslökun.

17.00 - 18.00 // Jóga Nidra með Hrefnu.

Fimmtudagar
8.30 – 9.30 // Ingujóga með Ingu Birnu. Nærandi morgunsamvera sem hefst á 100% hreinu súkkulaði. Þaðan er farið í líkamlega iðkun þar sem unnið er með ákveðinn líkamshluta fjóra tíma í senn til þess að kafa dýpra & skoða áhrifin sem það hefur á ólík svið lífsins, líkama, huga & anda. Tíminn endar síðan á djúpslökun & hugleiðslu.

17.00 – 18.00 // Hreyfing & hlédrag með Salvöru. Frjálst & mjúkt hreyfiflæði í takt við seiðandi tónlist þar sem hver & einn fær tækifæri til þess að fara inn í djúpa tenginu við eigin líkama. Þaðan er farið inn í hlédrag, eða hugleiðslu í þögn. Tíminn hefst á 100% hreinu súkkulaði & endar

Föstudagar
12.00 – 13.00 // Fögnuður með Láru & gestum. Hérna verður stuðst við brot af því besta. Möntrusöng, hreyfiflæði, dans & slökun. Fáum reglulega heimsókn frá Arnari á slagverk & Benna að dj-a. Stundin hefst á 100% hreinu súkkulaði.

Laugardagar
11.00-12.00 // Slökun. Ýmsir kennarar. Jóga Nidra, djúpslökun, tónheilun, mjúk hreyfing & súkkulaði

Bóka í tíma
A quote icon

Í öruggu rými þar sem hugsunin hægir á sér, tilfinningarnar mýkjast og líkaminn er leiddur inni í
hreyfingar, hrynjanda og skynjun sem vekur jafnt og svæfir, styrkir jafnt og heilar, víkkar jafnt og
hún dregur saman, kjarnar. Heilög stund með Láru. 

Sigrún Úa

A quote icon

Lárujóga er ómissandi þáttur í tilveru minni og heldur mér í tengslum við líkama minn.
Æfingarnar er góðar og hafa hjálpað mér að halda stirðleika og verkjum í skefjum.

Rósa

A quote icon

Tímarnir hjá Láru eru algjörir töfrar. Þeir gefa manni einstaka hvíld fyrir huga og líkama. Góðar
æfingar, lifandi hljóðfæraleikur, möntrusöngur og lifandi tónheilun sem Lára gerir á sinn einstaka
hátt og auðvitað best gerði cacao bolli sem ég fæ

Þormar

A quote icon

Lárujóga er fasturpartur af minni rútínu. Líkaminn teygist og það slaknar á allri spennu en vænst þykir mér þó um hvað hugurinn róast á meðan Lára leiðir okkur í gegnum mjúkar teygjur með dassi af húmor, yfir í hugleiðslu og slökun með nærgætni og umhyggju að leiðarljósi. Að lokum geng ég endurnærð á líkama og sál út í daginn.

Katrín

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTA

Success! You've added to our mailing list.
Oops! Something went wrong while submitting the form. Please try again.