María Carrasco býður barnshafandi konur hjartanlega velkomnar í meðgöngutíma í Móum stúdíó! María leggur mikið upp úr því að skapa fallegt og nærandi umhverfi fyrir konur þar sem iðkunin snýr að því að efla og hlúa að sjálfri sér andlega og líkamlega á meðgöngu og undirbúa sig á heildrænan hátt fyrir fæðingu. Boðið verður upp á fjölbreyttar líkamsæfingar & hreyfingu, Jóga Nidra djúpslökun, hugleiðslu og fræðslu. Innri hlustun á líkamann og innsæið fær að vera leiðarljós í tímunum. María er sjúkraþjálfari og sérhæfir sig í kvenheilsu og er í doulunámi eins og stendur. Hún er Yoga Nidra kennari & meðferðaraðili í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð og tónheilun.
Í hverjum tíma verður boðið upp á mildar styrkjandi & liðkandi æfingar með áherslu ámjaðmagrind og grindarbotnsvöðva. Æfingar sem styðja við líkamann á meðgöngu, fyrir fæðinguna og hjálpa heilunarferlinu eftir fæðingu.
Í hreyfiflæði með tónlist þar sem ekki er fylgt ákveðnu formi getum við öðlast djúpa innri tengingu við líkamann og við okkur sem heild. Þá gefst konum færi á að hreyfa sig algerlega í takt við sinn líkama.
Jóga Nidra er leidd djúpslökun þar sem líkami og hugur fær rými til þess að hvílast og taugakerfð að endurnærast. Nidran verður einstök í hverjum tíma með þeim ásetningi að stilla inn kyrrð & frið, tengjast innri leiðsögn og efla tengingu konu við sjálfa sig og barnið sem vex í móðurkviði. Jóga Nidra getur verið góð hjálp við kvíða, streitu & svefnvandamálum.
Við munum ferðast inn á við í hugleiðslu til þess að lægja öldurót hugans, koma heim í líkama & hjarta og tengjast innsæi.
Í Móum munum við skapa öruggt og nærandi umhverfi fyrir barnshafandi konur að koma saman, tengjast & deila.
Þekkingu um þetta magnaða ferli meðgöngu og fæðingar verður fléttað inn í hverjastund.
Hvenær:
Mánudagar kl. 13:30 - 14:45
Fimmtudagar 18:30 - 19:45
Ef þú kemst ekki í báða tíma vikunnar er hjartanlega velkomið að hafa samband(moar@moarstudio.is) og við finnum góða lausn fyrir þig. Auk tveggja meðgöngutíma á viku stendur til boða að bóka sig í tvo opna tíma af stundaskrá. Ekki er mælst til þess að konur sem eru barnshafandi njóti gongslökunar, líkt og við bjóðum upp á á miðvikudögum.
Verð:
Einn mánuður: 20.000
Þrír mánuðir: 47.000
10 tíma klippikort: 27.000
5 tíma klippikort: 13500
Stakur tími: 3300
Vertu hjartanlega velkomin <3
Hér getur þú skráð þig bæði í meðgöngutíma & opna tíma.
Í öruggu rými þar sem hugsunin hægir á sér, tilfinningarnar mýkjast og líkaminn er leiddur inni í
hreyfingar, hrynjanda og skynjun sem vekur jafnt og svæfir, styrkir jafnt og heilar, víkkar jafnt og
hún dregur saman, kjarnar. Heilög stund með Láru.
Lárujóga er ómissandi þáttur í tilveru minni og heldur mér í tengslum við líkama minn.
Æfingarnar er góðar og hafa hjálpað mér að halda stirðleika og verkjum í skefjum.
Tímarnir hjá Láru eru algjörir töfrar. Þeir gefa manni einstaka hvíld fyrir huga og líkama. Góðar
æfingar, lifandi hljóðfæraleikur, möntrusöngur og lifandi tónheilun sem Lára gerir á sinn einstaka
hátt og auðvitað best gerði cacao bolli sem ég fæ
Lárujóga er fasturpartur af minni rútínu. Líkaminn teygist og það slaknar á allri spennu en vænst þykir mér þó um hvað hugurinn róast á meðan Lára leiðir okkur í gegnum mjúkar teygjur með dassi af húmor, yfir í hugleiðslu og slökun með nærgætni og umhyggju að leiðarljósi. Að lokum geng ég endurnærð á líkama og sál út í daginn.