Einkatímar

Móar bjóða upp á EINKATÍMA FYRIR vinahópa, vinnustaði & saumaklúbba. Tilvalið að hefja t.d. gæsunar-, steggjunar- eða afmælisdag í MÓUM. Þá er boðið upp á kakó, slökun & nærandi samveru. Verð fyrir hópa er 65.000 kr. Ef að hópurinn er innan við 10 manns er hægt að semja sérstaklega um verð.

Lára Rúnarsdóttir // Cranio - Tónheilun - Fornfræði

1klst, 15mín

Lára veitir einkatíma í fornheilun. m.a. forforeldraheilun, sálarendurheimt, draumferðir og losun á orkulegum stíflum & krækjum.

Bóka tíma

Þorgerður Sævarsdóttir // Nudd

Klassískt nudd: Blanda af djúpvefja- og slökunarnuddi með það að markmiði að mýkja vöðva og draga úr spennu og örva blóðrásina. Slökunarnudd með ilmkjarnaolíum: Mjúkar strokur með áherslu á að draga úr spennu og þreytu og auka vellíðan. Ilmkjarnaolíur eru sérvaldar fyrir hvern og einn til að dýpka meðferðina. Sogæðanudd: Litlar og notalegar en áhrifaríkar strokur í átt að eitlum. Hjálpar sogæðakerfinu að hreinsa og losa líkamann við úrgangsefni. * Innfrarautt ljós er notað til að styðja við allar meðferðir. Ljósið eykur blóð- og orkuflæði og minnkar verki í líkamanum. Tímar í boði eftir hádegi á þriðjudögum og föstudögum. Nánari upplýsingar og tímabókanir í síma 8934566 og facebook síðunni Þorgerður heilsunuddari

Bóka tíma

Aldís Sigurðardóttir // Nálastungur

Aldís S. Sigurðardóttir er nálastungufræðingur, qigong kennari og jógakennari. Hún stundaði nám í London þar sem hún öðlaðist BSc í nálastungum og hefur unnið við það í yfir áratug. Með nálastungum, qigong, jóga og tónheilun sameinar hún ýmis meðferðarform og nýtir það í sínum einka- og hópmeðferðum. Traust, samvinna, mildi og hlýja eru lykilatriði sem Aldís tekur með sér inn í meðferðir sínar. Aldís býður upp á einkatíma í nálastungum í Móum. Fyrsti tími 75 mín og endurkoma 60 mín. Hver tími kostar 12.000 kr. Einnig býður Aldís upp á hóptíma. AcuSound er fyrir litla hópa (1-6 manns). Tíminn inniheldur nálastungur og tónheilun. Qigong og Gong hóptímar innihalda qigong hreyfandi hugleiðsla og tónheilun. Hægt er að sérsníða tímana eins og hentar hverjum hóp og einnig er í boði að bæta kakóathöfn við tímana.

Bóka tíma

Alana // Energy Treatment

Alana offers Energy Treatment (Prana Sampradyam) & Ayurvedic Psychology Sessions at Moar. She has over 20 years’ experience in Yoga, Ayurveda and mindfulness-based therapies, including several years living and practicing Kalarippayat (Kalari) yoga and Ayurveda in India.

Bóka tíma

Áróra Helgadóttir

2.5-3klst

Einkatími í Shamanic Breathwork samanstendur af inngangs samtali, 60-75 mín breathwork ferðalagi, listúrvinnslu og úrvinnslu samtali. Lengd 2.5-3 klst, verð 22.000 kr. Markþjálfunarsamtal þar sem marksækjandi fær stuðning til að fá skýrleika á stöðuna, finna sínar eigin bestu lausnir og aðhald til að marka stefnu aðgerða og fylgja þeim eftir. Aðferðin getur stutt við framþróun í leik og starfi, eftir þeim áherslum sem marksækjandi setur. Lengd 75 mínútur, verð 15.000 kr. Sjálfsefling, samskipti & mörk er samtal, fræðsla og gagnvirkar æfingar sem hentar þeim sem vilja praktísk tól til að eiga einlæg og skýr samskipti og getu til að þekkja eigin mörk og halda þeim. Hentar bæði fullorðnum og unglingum. Lengd 75 mínútur, verð 15.000.

Bóka tíma

Meðferðir, tímabókanir og verðtilboð fyrir hópa

skoða nánar
A quote icon

Í öruggu rými þar sem hugsunin hægir á sér, tilfinningarnar mýkjast og líkaminn er leiddur inni í
hreyfingar, hrynjanda og skynjun sem vekur jafnt og svæfir, styrkir jafnt og heilar, víkkar jafnt og
hún dregur saman, kjarnar. Heilög stund með Láru. 

Sigrún Úa

A quote icon

Lárujóga er ómissandi þáttur í tilveru minni og heldur mér í tengslum við líkama minn.
Æfingarnar er góðar og hafa hjálpað mér að halda stirðleika og verkjum í skefjum.

Rósa

A quote icon

Tímarnir hjá Láru eru algjörir töfrar. Þeir gefa manni einstaka hvíld fyrir huga og líkama. Góðar
æfingar, lifandi hljóðfæraleikur, möntrusöngur og lifandi tónheilun sem Lára gerir á sinn einstaka
hátt og auðvitað best gerði cacao bolli sem ég fæ

Þormar

A quote icon

Lárujóga er fasturpartur af minni rútínu. Líkaminn teygist og það slaknar á allri spennu en vænst þykir mér þó um hvað hugurinn róast á meðan Lára leiðir okkur í gegnum mjúkar teygjur með dassi af húmor, yfir í hugleiðslu og slökun með nærgætni og umhyggju að leiðarljósi. Að lokum geng ég endurnærð á líkama og sál út í daginn.

Katrín

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTA

Success! You've added to our mailing list.
Oops! Something went wrong while submitting the form. Please try again.