Meðferðir

Lára Rúnarsdóttir // Cranio - Tónheilun - Fornfræði

1klst, 15mín

Í einkatímum sínum fléttar Lára saman kakóathöfn, shamanisma & meðferð í höfuðbeina & spjaldhryggsjöfnun ásamt lifandi tónheilun. Einkatímar hjá Láru eru 75 mín og kosta 15.000kr. Móar bjóða líka upp á EINKATÍMA FYRIR vinahópa, vinnustaði & saumaklúbba. Tilvalið að hefja t.d. gæsunar-, steggjunar- eða afmælisdag í MÓUM. Þá er boðið upp á kakó, slökun & nærandi samveru. Verð fyrir hópa er 65.000 kr. Ef að hópurinn er innan við 10 manns er hægt að semja sérstaklega um verð.

Bóka tíma

Þorgerður Sævarsdóttir // Nudd

Klassískt nudd: Blanda af djúpvefja- og slökunarnuddi með það að markmiði að mýkja vöðva og draga úr spennu og örva blóðrásina. Slökunarnudd með ilmkjarnaolíum: Mjúkar strokur með áherslu á að draga úr spennu og þreytu og auka vellíðan. Ilmkjarnaolíur eru sérvaldar fyrir hvern og einn til að dýpka meðferðina. Sogæðanudd: Litlar og notalegar en áhrifaríkar strokur í átt að eitlum. Hjálpar sogæðakerfinu að hreinsa og losa líkamann við úrgangsefni. * Innfrarautt ljós er notað til að styðja við allar meðferðir. Ljósið eykur blóð- og orkuflæði og minnkar verki í líkamanum. Tímar í boði eftir hádegi á þriðjudögum og föstudögum. Nánari upplýsingar og tímabókanir í síma 8934566 og facebook síðunni Þorgerður heilsunuddari

Bóka tíma

Ingeborg Andersen // Grasalækningar - Næringafræði - Fornfræði

Ingeborg Andersen býður upp á einkatíma í Móum þar sem hún blandar saman grasalækningum, næringarfræði og fornspeki. Hún tvinnar saman hinu andlega og líkamlega, því þetta á sér allt saman sinn stað í heilunarferlinu. Í fyrsta tíma er farið djúpt í grundvallaratriði, og leitumst við að því að finna grunn orsök vandans, sem getur verið lífstílstengd eða tilfinningatengd. Einstaklingurinn er leiddur í gegnum skrefin, sem eru mismunandi fyrir hvern og einn. Markmið er að það sem fram kemur í tímunum sé eitthvað sem fólk geti nýtt sér út lífið. Ingeborg er með Bs gráðu í vestrænum grasalækningum frá University of Westminster í London og stundaði síðan árs nám í N-Amerískum Fornfræðum (shamanisma) hjá Otterdance School of Earth Medicine. Ingeborg býður upp á tíma á mið & fim morgnum í MÓUM. Tímabókanir: callunaherbs@gmail.com eða 6947388

Bóka tíma

Aldís Sigurðardóttir // Nálastungur

Aldís S. Sigurðardóttir er nálastungufræðingur, qigong kennari og jógakennari. Hún stundaði nám í London þar sem hún öðlaðist BSc í nálastungum og hefur unnið við það í yfir áratug. Með nálastungum, qigong, jóga og tónheilun sameinar hún ýmis meðferðarform og nýtir það í sínum einka- og hópmeðferðum. Traust, samvinna, mildi og hlýja eru lykilatriði sem Aldís tekur með sér inn í meðferðir sínar. Aldís býður upp á einkatíma í nálastungum í Móum. Fyrsti tími 75 mín og endurkoma 60 mín. Hver tími kostar 12.000 kr. Einnig býður Aldís upp á hóptíma. AcuSound er fyrir litla hópa (1-6 manns). Tíminn inniheldur nálastungur og tónheilun. Qigong og Gong hóptímar innihalda qigong hreyfandi hugleiðsla og tónheilun. Hægt er að sérsníða tímana eins og hentar hverjum hóp og einnig er í boði að bæta kakóathöfn við tímana.

Bóka tíma

Alana // Energy Treatment

Alana offers Energy Treatment (Prana Sampradyam) & Ayurvedic Psychology Sessions at Moar. She has over 20 years’ experience in Yoga, Ayurveda and mindfulness-based therapies, including several years living and practicing Kalarippayat (Kalari) yoga and Ayurveda in India.

Bóka tíma

Meðferðir, tímabókanir og verðtilboð fyrir hópa

skoða nánar
A quote icon

Í öruggu rými þar sem hugsunin hægir á sér, tilfinningarnar mýkjast og líkaminn er leiddur inni í
hreyfingar, hrynjanda og skynjun sem vekur jafnt og svæfir, styrkir jafnt og heilar, víkkar jafnt og
hún dregur saman, kjarnar. Heilög stund með Láru. 

Sigrún Úa

A quote icon

Lárujóga er ómissandi þáttur í tilveru minni og heldur mér í tengslum við líkama minn.
Æfingarnar er góðar og hafa hjálpað mér að halda stirðleika og verkjum í skefjum.

Rósa

A quote icon

Tímarnir hjá Láru eru algjörir töfrar. Þeir gefa manni einstaka hvíld fyrir huga og líkama. Góðar
æfingar, lifandi hljóðfæraleikur, möntrusöngur og lifandi tónheilun sem Lára gerir á sinn einstaka
hátt og auðvitað best gerði cacao bolli sem ég fæ

Þormar

A quote icon

Lárujóga er fasturpartur af minni rútínu. Líkaminn teygist og það slaknar á allri spennu en vænst þykir mér þó um hvað hugurinn róast á meðan Lára leiðir okkur í gegnum mjúkar teygjur með dassi af húmor, yfir í hugleiðslu og slökun með nærgætni og umhyggju að leiðarljósi. Að lokum geng ég endurnærð á líkama og sál út í daginn.

Katrín

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTA

Success! You've added to our mailing list.
Oops! Something went wrong while submitting the form. Please try again.