Um daginn sagði ég ykkur frá því hvernig nám mitt í NA-Shamanisma hjá Robbie Warren breytti lífi mínu. Þar sem ég fékk staðfestingu á því sem ég hef lengi vitað, en ekki þorað að tala um eða kafa á dýpið með. Ég fékk staðfestingu á að ég (manneskjan) get gengið brúnna yfir í aðra heima & skoðað aðrar víddir tilvistar og veru. Við (manneskjurnar) getum gengið brúnna yfir í aðra heima.
Ég hef alla tíð heillaðist að fegurðinni í myrkrinu, fegurðinni í því að skoða þetta dulda, mæta skuggunum, kryfja minn eiginn tilfinninga- og hugarheim og reyna að skilja hvað snýr upp og hvað niður. Ég elska að velta við steinum. Skoða það sem er marglaga og hvað býr á milli laga, hvað býr að baki orðum sem notuð eru, þreyfa á andrúmsloftinu og sjá hvernig hinir ósýnilegu vefir spinnast inn í einstaka heild andartaksins. Að ferðast á milli vídda, leita inn í ný mið, sækja ókönnuð svæði, ný lönd sem enginn sér eða skynjar á sama hátt og ég.
Ég hef farið varlega í að tala um það, segja frá því & finnst enn í dag að þetta sé leyndarmál sem enginn þarf að vita en allir mega vita.
Ég og Stína vinkona mín höldum úti viðburðum í Móum sem við köllum Fornheilun. Okkar tilraun til þess að miðla þessari staðfestingu sem ég tala um hér að ofan, að flétta saman því sem við lærðum í námi Robbie við landið okkar og hætti héðan. Að finna fyrir því að við erum ekki ein, getum notið verndar, heilað djúpstæð sár okkar og kynslóðanna á undan, að við getum sokkið dýpra inn í virðið í lífinu sjálfu, andartakinu og tengslunum okkar á milli.
Þegar við settum viðburðinn út fengum við harða gangrýni frá ákveðnum hópi sem starfar og sækir inn í dulúð og óséða heima á Íslandi. Við vorum úthrópaðar hræsnarar. Þetta stakk svo djúpt í hjörtun okkar, því við höfum alltaf heiðrað þann ásetning að miðla því sem hefur hjálpað okkur og umbreytt lífi okkar á svo mikilvægan hátt.
Við vorum næstum því búnar að hætta við, stoppa, gefast upp og færðum tímabundið valdið í hendur fólks sem þekkti okkur ekki neitt.
En við ákváðum samt sem áður að halda fyrsta viðburðinn okkar & þaðan var ekki aftur snúið. Það var okkur alveg skýrt að þetta væri okkur ætlað að gera. Þó það þýddi gangrýni, berskjöldun á nýju level-i og eins og Stína segir oft egódauða.
Forheilun eru nefla stórkostleg, hrá, berskjaldandi og sönn rými. Þar sem fólk kemur saman í trú á máttinn og kraftinn og velur það að lækna, heila og hlúa að sárum sínum og forforeldra. Að rjúfa mynstur þöggunnar og tilfinningadoða og opna inn á litríkari innri og ytri heim. Við vinnum í gegnum hálf-trans eða transmiðlun þar sem við Stína bjóðum líkama okkar og rödd sem brú á milli heima. Við fáum að verða vitni að mörgu og það er í senn auðmýkjandi og gefandi.
Ég er svo þakklát að við gáfumst ekki upp og tókum valdið/valið aftur í okkar hendur.
Ferðalög á milli heima styrkja, efla og styðja við mig alla daga því þar er ekki pláss fyrir þau takmörk sem lífið hefur kennt mér. Þar er ALLT mögulegt.